Gjafabréf í bjórböðin
og gisting á Hotel Kaldi.
Fyrir þá sem vilja slökun og njóta
kyrrðar í rólegu umhverfi.
Þetta er innifalið í gjafabréfinu.
Aðgangur að útisvæði.
Njóttu þess að vera úti í heitum potti fyrir bjórbaðið með einstakt útsýni yfir Eyjafjörðinn. Einnig erum við með sauna tunnu sem hægt er að nýta fyrir og eftir bjórbaðið.
Við mælum með að mæta 30-60 mínútum fyrir baðtímann þinn.
Tími í bjórbaði.
Baðaðu þig í ungum bjór, lifandi bjór geri, humlum, baðsöltum og olíum unnin úr bjór. Hver tími er 30 mínútur og við hlið baðsins er dæla með bjór frá Bruggsmiðjunni Kalda. Eftir baðið ferð þú í slökun í 25 mínútur.
Gisting á Hotel Kaldi.
Ein nótt í tveggja manna herbergi í nýju og glæsilegu hóteli á Árskógssandi. Hótelið er í göngufæri frá Bjórböðunum.
Morgunmatur.
Fáðu þér léttan og hressandi morgunmat á hótelinu.
Morgunmatur er borinn fram milli 08:30 og 10:30.